Það er að koma æ betur í ljós þessa dagana að hefðbundið verklag stjórnmálanna dugar ekki til að takast á við og leysa þau stóru og aðkallandi efnahagslegu og pólitísku vandamál sem þjóðin á við að glíma. Kannski eru þau einmitt svo óvenjuleg og stór að þau kalla á óvenjulega pólitíska nálgun til lausnar. Nægir hér að nefna þau tvö mál sem hæst hafa borið í umræðunni upp á síðkastið: Icesave og aðildarviðræður við Evrópusambandið.