Á vef Siglingastofnunar kemur fram að vinna við Landaeyjahöfn sé heldur á undan áætlun. Útkeyrsla á öllu kjarnaefni er lokið og ytri hlið brimvarnargarðanna er fullmótuð. Er vestari garðurinn orðinn 655 metra langur en sá eystri 550 metra langur.