Ein líkamsárás var kærð til lögreglu efti rhelgina en árásin átti sér stað á bifreiðastæðinu norðan við Hásteinsblokkina, sem er aðeins nokkrum metrum frá lögreglustöðinni. Maður réðist að öðrum og sparkaði m.a. í höfuð fórnarlambsins en sá sem varð fyrir árásinni og árásarmaðurinn höfðu átt óuppgerðar sakir síðan á Goslokahátíðinni í byrjun júlí. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.