Annar flokkur í undanúrslit bikarkeppninnar

Annar flokkur karla, sem leikur í C-deild Íslandsmótsins fór frækna för til Reykjavíkur í dag þar sem strákarnir léku gegn KR í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. KR er langefst í A-deild Íslandsmótsins og af mörgum talið vera besta lið Íslandsmótsins en Eyjapeyjar létu það ekkert trufla sig. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Eyjapeyjar þrjú mörk […]

Aldrei spurning gegn Draupni

ÍBV var ekki í vandræðum með Draupni þegar liðin mættust á Hásteinsvelli í kvöld en bæði lið leika í B-riðli 1. deildar Íslandsmótsins. Eyjastúlkur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik þegar þær skoruðu sex mörk en bættu svo aðeins við einu marki á lokamínútu síðari hálfleiks og lokatölur því 7:0. Þórhildur Ólafsdóttir skoraði þrennu. […]

Landeyjahöfn lokuð umferð

Lögreglan í Vestmannaeyjum og lögreglan á Hvolsvelli vilja að gefnu tilefni benda þjóðhátíðargestum á að Landeyjarhöfn er vinnusvæði og því lokuð allri bátaumferð yfir Þjóðhátíðardagana næstu helgi. (meira…)

Vindáttir norðlægar, úrkomusvæði fjarri

Of snemmt er að spá af nokkru viti um veður um næstu helgi frá degi til dags og í smáatriðum. Hins vegar má túlka fyrirliggjandi langtímaveðurkeyrslur gróflega og meta horfur um veðrið um helgina í heild sinni. (meira…)

Stelpurnar spila í kvöld

Kvennalið ÍBV tekur í kvöld á móti Draupni frá Akureyri í 1. deild en Eyjastúlkur eru í harðri toppbaráttu í B-riðli deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og fer fram á Hásteinsvellinum en ÍBV lék tvo leiki um síðustu helgi á útivelli, þar af annar einmitt gegn Draupni. (meira…)

Lundaveiðitímabil hálfnað

Fimm daga lundaveiðitímabil í Vestmannaeyjum er nú hálfnað en þetta er stysta veiðitímabil frá upphafi. Það stafar af því að stofninn er á undanhaldi vegna fæðuskorts, nokkur ár í röð. Sumstaðar, eins og til dæmis í Bjarnarey, láta veiðimenn lundann njóta vafans og veiða ekkert í ár. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.