ÍBV var ekki í vandræðum með Draupni þegar liðin mættust á Hásteinsvelli í kvöld en bæði lið leika í B-riðli 1. deildar Íslandsmótsins. Eyjastúlkur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik þegar þær skoruðu sex mörk en bættu svo aðeins við einu marki á lokamínútu síðari hálfleiks og lokatölur því 7:0. Þórhildur Ólafsdóttir skoraði þrennu.