Annar flokkur karla, sem leikur í C-deild Íslandsmótsins fór frækna för til Reykjavíkur í dag þar sem strákarnir léku gegn KR í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. KR er langefst í A-deild Íslandsmótsins og af mörgum talið vera besta lið Íslandsmótsins en Eyjapeyjar létu það ekkert trufla sig. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Eyjapeyjar þrjú mörk í þeim síðari gegn aðeins einu marki KR-inga og tryggðu sér þannig sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar.