Elínborg Jónsdóttir greiðir hæst opinber gjöld einstaklinga í Vestmannaeyjum í ár, alls rúmar 33,7 milljónir króna. Næstir koma Eyjólfur Guðjónsson með 24 milljónir og Magnús Kristinsson með rúmar 16 milljónir. Þau Elínborg og Eyjólfur munu vera mæðgin og tengjast útgerðarfyrirtækinu Gullbergi sem var sameinað Vinnslustöðinni í fyrra. Allir efstu gjaldendur í Vestmannaeyjum tengjast útgerð og fiskvinnslu með einum eða öðrum hætti.