Tjöldun hvítu Þjóðhátíðartjaldanna hófst venju samkvæmt í gær þegar heimamenn mörkuðu sér svæði fyrir sitt tjald. Stemmningin minnti óneitanlega á villta vestrið þegar fátækir bændur börðust um landskikann en samkvæmt reglum átti ekki að hleypa inn á svæðið fyrr en átta í kvöld. Hins vegar var ekki við neitt ráðið og hófst leikurinn um klukkan sex síðdegis í gær. Þá höfðu tugir ef ekki hundruð manna beðið á svæðinu, búnir að marka sér pláss en biðu svo í óvissu.