Það brá mörgum í brún þegar kveikt var í brennunni á Þjóðhátíð í gær en talsverður hvellur varð þegar bálið var tendrað. Notast var við bensín þegar skvett var á brennuna og var búið að skvetta talsverðu magni áður en eldur var borinn að. Fróðir menn telja að bensíngufur hafi ollið því að hvellurinn hafi orðið en sprengingin var talsverð.