Sérstakri bolabyssu eða bolavörpu verður í kvöld beitt í Vestmannaeyjum til að varpa bolum frá Karlahópi Feministafélags Íslands til áhorfenda á tónleikum Sálarinnar og Í svörtum fötum. Munu forsprakkar sveitanna, Stefán „Stebbi Hilmars“ Hilmarsson og Jón Jósep „Jónsi“ Snæbjörnsson sjá um bolavarpið.