Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, var nýkominn inn í Herjólfsdal þegar fréttastofa náði tali af honum. Þar var að hans sögn líkt og engin hátíð hafi verið haldin og búið að hreinsa svæðið algjörlega. „Veðrið er alveg dásamlegt og fólk er farið að týja sig í dalinn og hreinsa tjöldin eftir nóttina, segir Birgir og segist ekki muna eftir öðru eins veðri á þjóðhátíð.