Fangageymslur eru fullar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir nótttina. Veist var að lögreglumönnum sem höfðu afskipti af ölvuðu fólkið og var lögreglumaður sleginn.

Sex fíkniefnamál komu upp í gær og í nótt og hafa því alls sextán fíkniefnamál komið upp um helgina. Lögregla segir nóttina í nótt hafa verið rólegri en þá á undan.