Fastur liður í dagskrá Þjóðhátíðarinnar undanfarin ár hefur verið Söngvakeppni barna sem hljómsveitin Dans á Róstum hefur haft umsjón með. Fjölmörg börn tóku þátt í keppninni í ár og hafði dómnefndin úr vöndu að ráða enda voru margir bráðefnilegir söngvarar sem stigu á stokk á stóra sviðinu. Að lokum voru það þau Svanur Páll Vilhjálmsson og Katrín Sara Ágústsdóttir sem báru sigur úr býtum. Hægt er að sjá flutning þeirra hér á Eyjafréttir.is.