Hefðbundin eftirköst þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum urðu í nótt, en frá því seint í gærkvöldi og fram á morgun kveiktu eftirlegukindur í tjöldum í Herjólfsdal með tilheyrandi ónæði fyrir aðra tjaldgesti og gæslumenn. Tæmt var úr á fimmta tug slökkvitækja á brennandi tjöld. Annars gekk nóttin vel.