Alls komu um 25 fíkniefnamál upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þessa helgina. Í flestum tilfellum var lagt hald á amfetamín í þessum málum. Tíu líkamsárásir voru kærðar en lögreglan segir að engin hafi verið mjög alvarleg. Lögreglan segir að ekkert kynferðisbrot hafi verið kært til lögreglunnar í Vestmannaeyjum þessa hátíð.