Maður leitaði ásjár lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir að hafa vaknað úr áfengisdái með svartleitt eitur framan í sér. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði maðurinn sofnað í brekkunni og einhver óprúttinn makað efninu framan í hann, en lögregla gat ekki staðfest tildrög málsins.