Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar setti upp umferðargreini við veginn inn í Herjólfsdal um Þjóðhátíðina. Umferðargreinir taldi umferð að viðkomandi götu ásamt hraðamælingum. Umferðargreininum var komið fyrir mánudaginn 27.júlí kl. 11.40 og var tekinn niður miðvikudaginn 5.ágúst kl. 11.40. Á þessum 9 sólarhringum fóru 48.142 ökutæki um veginn inn í Herjólfsdal. Gerir það að meðaltali 5349 ökutæki á sólarhring eða sem svarar 223 á klukkustund.