Mikið álag var á heilbrigðisstarfsfólki þjóðhátíðardagana enda hefur gestum hátíðarinnar fjölgað milli ára. Vel á annað hundrað leituðu í sjúkratjaldið í Dalnum og til heilsugæslunnar á Sjúkra­hús­inu á sólarhring. Ágúst Gústafsson, læknir stóð vaktina í sólarhring eða frá 16.00 á laugardag til 16.00 á sunnudag. Hann vann síðast á þjóðhátíð 2002 og segir mikla breytingu hafa orðið, sífellt fleiri leita nú til heilsugæslustöðvarinnar í bænum en áður kom stærsti hlutinn í sjúkratjaldið í Dalnum.