Óhugnanlegt atvik átti sér stað á æfingu knattspyrnuliðs ÍBV á dögunum þegar Ingi Rafn Ingibergsson, leikmaður liðsins féll meðvitundarlaus í grasið. Um tíma var óttast um líf Inga Rafns enda hætti hann að anda um stund­arsakir og púlsinn var orðinn mjög veikur. Hins vegar komst hann aftur til meðvitundar og eftir ítarlegar rannsóknir undanfarna daga, hefur Ingi Rafn hafið aftur æfingar með ÍBV. Rætt er við Inga Rafn í Fréttum en hluta viðtalsins má lesa hér að neðan.