Snæfellsjökull og Eldfell í Vestmannaeyjum, sem myndaðist í eldgosinu í Heimaey 1973, eru í hópi 10 bestu eldfjalla heims, að því er fram kemur í úttekt blaðamanns breska dagblaðsins The Guardian. Eldfjöllin eru valin með hliðsjón af umfjöllun um þau í bókmenntaverkum en þessi náttúrufyrirbæri þykja jafnan magnað sögusvið bóka.