Eyjamenn unnu sína fyrstu viðureign sína í Sveitakeppninni í dag gegn Golfklúbbnum Leyni frá Akranesi en lokatölur urðu 3:2 fyrir GV. Þeir Karl Haraldsson og Gunnar Geir Gústafsson töpuðu í fjórmenningi 2/0 en þeir Örlygur Helgi Grímsson, Þorsteinn Hallgrímsson og hinn ungi Hallgrímur Júlíusson unnu allir sínar viðureignir, Örlygur 1/0 en frændurnir Þorsteinn og Hallgrímur unnu báðir 2/1. Pabbi Hallgríms og bróðir Þorsteins, Júlíus fór í bráðabana í sinni viðureign en tapaði þar.