Tveir leikmenn ÍBV eru í liðið umferðarinnar á vefnum Fótbolti.net en það eru þeir Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV og Albert Sævarsson, markvörður liðsins. Andri lék frammi, á miðjunni og í öftustu varnarlínu í leiknum og lék afbragðsvel í öllum stöðunum. Albert sýndi snilldartakta í leiknum og verðskula þeir félagar að vera í liði umferðarinnar eftir góðan 3:1 sigur á Fjölni í síðasta leik.