KFS heldur áfram að gera góða hluti í B-riðli 3. deildar en um helgina sótti liðið Þrótt Vogum heim. Lokatölur urðu 1:1 en KFS er enn sem fyrr í efsta sæti riðilsins og hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitum 3. deildar þótt enn séu tvær umferðir eftir í riðlinum.