Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu kom til Eyja á dögunum ásamt Gunnari Einarssyni, umsjónarmanni knattþrauta KSÍ, til að kynna verkefnið sem KSÍ stendur fyrir og hefur hlotið góða undirtektir. Krakkar úr 5. flokki hjá ÍBV, karla og kvenna tóku þátt í kynningunni en landsliðsþjálfarinn var mjög ánægður með þann efnivið sem er fyrir hendi í Eyjum.