Ég varð nokkuð undrandi þegar góðvinir fréttastofanna, stjórnmálafræðingarnir sem mér hafa hingað til virst allir ganga með kratarós í hnappagatinu, töluðum um yfirvofandi dauða vinstristjórnarinnar kæmi til þess að Alþingi neitaði að kokgleypa Icesave. Ég spurði mig hvað kæmi til, afhverju ætli þessir fræðingar, sem alla jafna hljóma eins og sérlegir talsmenn sjónarmiða Samfylkingarinnar séu að spá endalokum ríkisstjórnar heilagrar Jóhönnu.