Af hverju þykir okkur vænt um ÍBV? Svo vænt að mjög margir okkar leggja á sig mikla og óeigingjarna vinnu fyrir félagið eða styrkja það á einn eða annan hátt? Svarið er einfalt, hjarta okkar Eyjamanna slær með ÍBV takti sem hvergi finnst annars staðar. Nú, að nýlokinni stórkostlegri Þjóðhátíð þar sem allt gekk upp sem gat gengið upp, langar mig að koma aðeins inn á hlut sem snertir okkur alla sem styðja við eða styrkja starfsemi IBV á einn eða annan hátt.