Fimm kalkúnar sem Árni Johnsen flutti út í Bjarnarey lifa góðu lífi að sögn Bjarnareyinga. Þeir eru í girðingu og hafa skjól til að hlaupa í þegar illa viðrar. Ekki líta þeir við náttúrulegu æti í eyjunni og þarf að flytja fóður til þeirra og sjá til þess að þeir hafi nóg vatn.