Eyjaliðið KFS heldur áfram að gera góða hluti í B-riðli 3. deildar í Íslandsmótsins í knattspyrnu en þegar aðeins einn leikur er eftir í riðlakeppninni, hefur KFS ekki tapað leik. Nú síðast lagði KFS Álftanes að velli á Bessastaðavelli en Álftanes er í öðru sæti riðilsins og átti enn möguleika á efsta sætinu. En leikmenn KFS slökktu þær vonir með 2:3 sigri á laugardaginn.