Úrvalsdeildarlið ÍBV og 3. deildarlið KFS mættust í æfingaleik í gær í slagnum um Heimaey. KFS undirbýr sig nú af krafti fyrir komandi úrslitakeppni í 3. deild en ÍBV sárvantar æfingaleiki þar sem búið er að fresta tveimur deildarleikjum liðsins. Leikurinn var því kærkominn fyrir bæði lið. Eftir jafnan leik framan af var það ÍBV sem hafði betur og vann 4:1.