Fiskifréttir hafa tekið saman afla­verðmæti íslenska fiskiskipaflotans á árinu 2008 og flokkað hann eftir útgerðartegundum. Vestmannaey VE var með mestu aflaverðmæti á árinu í flokki báta og kom í land með aflaverðmæti fyrir 624 millj­ónir króna. Vestmannaey var á veiðum og nýbúið að hífa þegar Fréttir náðu tali af Birgi Þór Sverrissyni, skipstjóra á þriðjudag.