Svínaflensutilfellum fer fjölgandi á landinu en aðeins hefur eitt tilfelli verið greint í Vestmanna­eyjum. Hjalti Kristjánsson, læknir sagði að talsvert hefði verið tekið af sýnum til að taka af vafa um hvort um svínaflensu sé að ræða. Það er gert til að fylgja eftir faraldsfræðilegum athugunum.