Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur átt erfitt uppdráttar hjá danska úrvalsdeildarliðinu Esbjerg síðan hann gekk til liðs við félagið síðasta sumar. Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliðinu og skoraði einungis eitt deildarmark á síðasta keppnistímabili.