Veðbandavottorð fyrir útgerð Magnúsar Kristinssonar sýnir fram á að Landsbankinn á 12. og 13. veðrétt í skipum hans og kvóta. Útgerðin er veðsett Íslandsbanka að mestu. Skilanefnd Landsbankans getur því ekki hirt til sín útgerðina til að eiga upp í tugmilljarða króna kröfur á hendur Magnúsi.