Í sumar hefur verið starfandi máln­ingarteymi hjá Skipalyftunni en lítil sem engin málningarvinna hefur verið hjá fyrirtækinu síðan sjálf skipalyftan hrundi í október 2006. Sex eru í teyminu sem er hrein viðbót við þá 25 sem starfa í Skipa­lyftunni. Stefán Jónsson, yfirverkstjóri hjá Skipalyftunni segir að þeir hafi málað Bergey VE fyrr á þessu ári, eru að klára Sigurð VE og að byrja á Dala-Rafni.