Stefnt er að því að Herjólfur fari í slipp þann 7. september nk. og gert ráð fyrir að hann verði í burtu í tvær vikur. Reiknað er með að Breiðafjarðarferjan Baldur leysi Herjólf af þennan tíma. Þær upplýsingar fengust hjá Kristínu Sigurbjörnsdóttur hjá Vegagerðinni að beðið væri eftir staðfestingu frá samgöngu­ráðuneyti um að Baldur fengi leyfi til að sigla á leiðinni milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Guðmundur Pedersen, rekstar­stjóri Herjólfs, sagðist vonast til þess að Herjólfur yrði kominn í áætlun um 20. september, ef allt gengur upp.