Kvennalið Íslandsí knattspyrnu tekur þátt í lokakeppni EM í Finnlandi í næstu viku en í íslenska hópnum eru tvær Eyjastelpur, þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir. Ísland leikur í afar sterkum riðli en með Íslandi í riðli eru Þýskaland og Noregur, sem bæði hafa orðið Evrópumeistarar og svo Frakkland, sem einmitt var með Íslandi í riðli í undankeppninni. Íslenska liðið leikur sinn fyrsta leik einmitt gegn Frökkum en liðin unnu sinn leikinn hvorn í undankeppninni. Leikurinn er á mánudaginn og verður í beinni útsendingu á RÚV.