Vinnslustöðin hf. birti í dag uppgjör félagsins fyrir fyrstu 6 mánuði ársins. Er það að þessu sinni í evrum. Samkvæmt uppgjörinu er hagnaður Vinnstöðvarinnar 2,9 milljónir evra eða um 530 milljónir króna en var á sama tíma í fyrra rúmar 620 milljónir króna.
Heildartekjur félagsins í íslenskum krónum talið voru 4.575 milljónir, drógust saman um rúmar 1.400 miljónir króna.