Hermann Hreiðarsson er enn á sjúkralistanum hjá Portsmouth og ljóst er að hann verður ekki með sínum mönnum á morgun þegar þeir sækja Arsenal heim á Emirates Stadium. Hermann tognaði í læri í æfingaleik með Portsmouth-liðinu nokkrum dögum áður en flautað var til leiks í ensku úrvalsdeildinni og hefur ekki náð að hrista meiðslin af sér.