Hún er mörg hörmungin sem steðjar að íslensku þjóðinni og þau ósköp sem koma undan teppinu á helsta stolti okkar, fjármálamarkaðnum, eru með slíkum end­emum að hverjum landsmanni hlýtur að ofbjóða. Eyjamenn hafa að mestu sloppið nema hvað kaupið okkar hefur lækkað eins og annarra og lánin hækkað. Og ekki er hún björt framtíðin og spurning hvort Ísland lendir í flokki ríkja eins og Norður Kóreu, Kúbu eða Argentínu sem varð fórnarlamb hjálpar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Eins og hárbeitt sverð hangir Icesave samningurinn yfir okkur auk þúsund milljarða skulda sem eru að koma í ljós í rjúkandi rústum gömlu bankanna sem voru stolt okkar og gleði þar til fyrir réttu ári síðan.