Einn mikilvægasti leikur ÍBV liðsins í sumar fer fram í kvöld, klukkan 18.00 á Hásteinsvelli þegar Eyjamenn taka á móti Þrótti. Þróttur er í 12. og neðsta sæti deildarinnar með 11 stig á meðan ÍBV er í því 10. með 17. Með sigri í dag geta Eyjamenn aukið bilið í fallsætið en Fjölnir er í 11. sæti með 13 stig.