Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu leikur fyrsta leik sinn á morgun, mánudag í lokakeppni EM í Finnlandi. Margrét Lára VIðarsdóttir er, þrátt fyrir ungan aldur, einn leikreyndasti leikmaður íslenska liðsins og auk þess markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Margrét sagði í samtali við Eyjafréttir.is að íslensku stelpurnari hafi fundið fyrir því að farseðill á lokamótið væri innan seilingar eftir sigurleik gegn Frökkum á Laugardalsvelli.