Nú styttist óðum í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu en leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Margrét Lára Viðarsdóttir verður á sínum stað í fremstu víglínu en Fanndís Friðriksdóttir byrjar á varamannabekknum. Margrét þekkir vel til franska liðsins og segir að þær séu sterkar fram á við en veikar til baka. Hún segir að líklega muni Ísland verjast í leiknum og beita skyndisóknum sem henti íslenska liðinu mjög vel.