„Hún bara hvarf,“ segir þingmaðurinn Árni Johnsen í samtali við nýjasta tölublað Séð og heyrt um einkanúmeraplötuna Ísland sem tekin var af bifreið hans um verslunarmannahelgina í Eyjum. Eins og öllum ætti að vera kunnugt hefur Árni staðið fyrir brekkusöng um árabil, eins og frægt er orðið.