Ekki er hægt að segja að milkill erill hafi verið hjá lögreglu í vikunni sem leið og ekkert um alvarleg mál sem upp komu. Þó var eitthvað um að menn væru að takast á við skemmtistaði bæjarins en engar kærur liggja fyrir vegna þeirra. Einn þjófnaður var kærður til lögreglu en um var að ræða þjófnað á peningum úr gjaldkerakassa Íslandsbanka.