Kvennalið ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum 1. deildar með afar sannfærandi sigri á Sindra frá Hornafirði. Leikurinn fór fram á Hásteinsvelli í dag, á heldur óvenjulegum leiktíma eða klukkan 15.30 en leikið er á þessum óvenjulega leiktíma þar sem flugvöllurinn í Eyjum lokar klukkan 19.00. Lokatölur í leiknum urðu 9:0 fyrir ÍBV en fyrri leik liðanna, á Hornafirði hafði lokið með 0:7 sigri ÍBV.