Það eru nokkrir fyrrum leikmenn ÍBV sem leika á Evrópumóti kvenna í Finnlandi þessa dagana. Í íslenska landsliðinu má m.a. finna þær Margréti Láru Viðarsdóttur, Fanndísi Friðriksdóttur, Hólmfríði Magnúsdóttur og Rakel Logadóttur sem allar léku eitt sinn með ÍBV. En það má finna fleiri kunnugleg nöfn á Evrópumótinu.