Slippsferð Herjólfs frestast um eina viku frá því sem áður var áætlað. Herjólfur fer í slipp 13. september og kemur aftur í áætlun 25. september. Þá mun skipið sigla frá Þorlákshöfn klukkan 12.00. Breiðafjarðaferjan Baldur leysir Herjólf af á meðan slipptöku stendur. Áætlun verður óbreytt að öðru leyti en því að Baldur fer frá Vestmannaeyjum klukkan 8.00 í stað 8.15.