Fyrsta pysjan er komin í hús þetta haustið en mæðginin Jón Halldór Kristínarson og Kristín Harpa Halldórsdóttir björguðu hennir úr klóm kattar í gærkvöldi. Pysjuna sáu þau fyrir utan heimili sitt í Foldahrauni og voru ekki lengi að ná henni. Í næsta nágrenni beið nágrannakötturinn eftir færi, sem hann fékk ekki.