Nú líður að lokum golfvertíðarinnar en þó eru enn nokkur golfmót eftir hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Á sunnudaginn verður síðasta krakka- og unglingagolfmótið haldið, svokallað Skipalyftugolfmót og er mótið ætlað kylfingum 13 ára og yngri. Keppt verður í þremur flokkum, 11 ára og yngri og 12 til 13 ára hjá strákunum og svo verður sérstakur telpnaflokkur.