Í dag klukkan 17.00 leikur kvennalandslið Íslands annan leik sinn í riðlakeppni EM í Finnlandi en leikið verður gegn Noregi. Fyrirfram er búist við jöfnum og spennandi leik en Ísland lagði Noreg fyrr á þessu ári á æfingamóti á Algarve 3:1. Ekkert nema sigur heldur voninni lifandi um að komast í milliriðil hjá Íslandi.